miðvikudagur, 15. júní 2011

Þýskar baunaspírur ollu E. coli faraldri

  Tilkynnt hefur verið um að uppruni E. coli faraldursins í Evrópu sé fundin, en hann reyndist koma úr baunaspírum frá býli í Neðra-Saxlandi sem er með lífræna ræktun. Haft er eftir ráðuneyti neytendamála í Þýskalandi að hættulegur stofn E. coli hafi fundist í baunaspírum býlisins. Ráðherra landbúnaðar- og neytendamála hefur lýst yfir miklum létti með að uppruni faraldursins sé loks fundin. Þýsk heilbrigðisyfirvöld hafa í kjölfarið afturkallað viðvaranir við neyslu á tómötum, gúrkum og káli.
  Rússar hafa nú aflétt banni við innflutningi á grænmeti. Á fundi ESB og Rússlands vegna innflutningsbannsins var samþykkt að Evrópusambandið yki kröfur til matvælaöryggis. Alls hafa 26 manns látist vegna E. coli faraldursins.
European Voice

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Heildartala yfir síðuflettingar