föstudagur, 17. júní 2011

Best að baða sig á Kýpur

Gæði baðvatna eru best á Kýpur, í Króatíu, á Möltu og á Grikklandi, en verstu einkunn fá strendur í Rúmeníu, Póllandi og Belgíu. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu um gæði baðvatna frá Umhverfisstofnun Evrópu. Niðurstöður skýrslunnar eru þær að meira en 9 af 10 stöðum uppfylla lágmarkskröfur og almenn gæði baðvatns séu góð, þrátt fyrir að örlítillar hnignunar gæti miðað við árið 2009.
Borin voru saman vatnsgæði  meira en 21.000 baðsvæða innan ESB, auk Króatíu, Svartfjallalands og Sviss. Aðallega var um að ræða baðstaði við sjávarsíðu, en einnig voru gæði áa og vatna könnuð. Í ljós kom að í 18 löndum voru baðstaðir sem uppfylltu ekki gæðastaðla. Umhverfisstjóri ESB, Janez Potocnik, hvatti aðildarríki til að bæta gæði baðvatna, enda væri hreint vatn ómetanleg náttúruauðlind.
EU Observer Tengt efni: Bathing Water Directive (2006/7/EC) samþykkt 2006

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Heildartala yfir síðuflettingar