þriðjudagur, 21. júní 2011

Evrópuvefur HÍ

Á fimmtudaginn næstkomandi verður Evrópuvefurinn opnaður á vef Háskóla Íslands. Vefurinn mun veita málefnalegar, óhlutdrægar upplýsingar um Evrópumál. Uppsetning og rekstur vefsins byggir á samkomulagi milli Vísindavefs HÍ og Alþingis frá 4. maí síðastliðnum. Þar verður hægt að spyrja spurninga um allt sem viðkemur Evrópusambandinu og Evrópumálum. Starfsmenn vefsins munu svara spurningunum sjálfir eða leita til fræðimanna á viðkomandi sviði.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Heildartala yfir síðuflettingar