miðvikudagur, 22. júní 2011

Upplýsingamálastjóri segir ESB blaðamennsku hafa hrakað

  Í viðtali við evrópufréttablaðið EurActiv, sagði upplýsingamálastjóri ESB, Reijo Kemppinen, að fækkun blaðamanna í Brussel í kjölfar efnahagskreppunnar hafi leitt til minnkandi gæða fjölmiðlaumfjöllunar um málefni tengdum ESB. Hann segir að dýpt umfjallana sé minni vegna aukinna áherslna á hröð vinnubrögð. Þá taldi hann samfélagsvefi munu halda áfram að móta og breyta upplýsingastreymi með róttækum hætti í framtíðinni. Blaðamennska muni bera þessa merki.
  Þrátt fyrir mikla áherslu á upplýsingamiðlum í gegnum vefsíður, varaði upplýsingastjórinn við því að einblína um of á þann þátt þegar miðla á upplýsingum til landa þar sem sendiráða sambandsins nyti ekki við eða landa sem hafa ekki blaðamenn með aðsetur í Brussel.
EurActiv

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Heildartala yfir síðuflettingar