miðvikudagur, 8. júní 2011

ESB gagnrýnir fjárhagsáætlanir aðildarríkja

  Langtíma fjárhagsáætlanir margra ESB landa sættu harðri gagnrýni framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í gær. Forseti framkvæmdastjórnarinnar, José Manuel Barroso, sagði að tryggja þyrfti velmegun og brjótast út úr kreppunni með samstilltum markmiðum, þrátt fyrir að það gæti kallað á erfiðar ákvarðanir. Hann taldi að fjárhagsáætlanir margra ESB landa væru ekki nægilega metnaðarfullar og skýrar. Sum lönd væru ekki að skera niður í ríkisfjármálum í samræmi við ESB löggjöf og hefðu ekki nægilega skýrar áætlanir um hvernig minnka ætti atvinnuleysi.

  Þýskalandi var ráðlagt að efla vinnumarkað sinn og opna orkugeirann. Frakkland ætti að minnka skatta á vinnumarkaðinn og notast meira við umhverfis- og neysluskatta, auk þess að aðstoða ungt fólk og fólk með litla menntun við að fá vinnu. Spánn var hvatt til aðhalds í fjármálum á sveitarstjórnarstigi
og að breyta lífeyriskerfinu með því t.d. að hækka ellilífeyrisaldur. Bretland var hvatt til endurbóta á húsnæðis- og veðlánamarkaði sínum og efla atvinnutækifæri ungs fólks og lítið menntaðra. Grikkland, Írland, Portúgal, Rúmenía og Lettlandi var ráðlagt að halda sig við skipulag í kringum fjárhagsaðstoðina sem þeir hafa notið.
  Efnahagsstjóri ESB, Olli Rehn, lagði áherslu á að til aðgerða þyrfti að grípa bæði á lands- og Evrópuvísu.
EurActiv: EU warns member states over economic plans

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Heildartala yfir síðuflettingar