sunnudagur, 4. desember 2011

Nýjar siðareglur EÞM

Evrópuþingið hefur samþykkt siðareglur fyrir Evrópuþingmenn, sem ætlað er að sporna gegn hagsmunaárekstrum. Forseti þingsins, Jerzy Buzek, sagði ánægjulegt að taka upp fyrstu siðareglur fyrir þingmenn ESB á þeim degi, er tvö ár væru liðin frá gildistöku Lissabon sáttmálans. Meiri völdum fylgdi meiri ábyrgð.
Gagnsæi er meginregla í siðareglunum. EÞM munu þurfa að skýra frá störfum utan þingsins sem þeir frá greitt fyrir og öðrum þeim atriðum sem gætu leitt til hagsmunaárekstra. Reglurnar banna að EÞM taki við greiðslum eða annarri umbun í skiptum fyrir að hafa áhrif á ákvarðanir Evrópuþingsins. Þá eru skýrar reglur um viðtöku gjafa og um stöðu fyrrum EÞM sem vinna fyrir hagsmunasamtök.

Heildartala yfir síðuflettingar