þriðjudagur, 28. júní 2011

Tillögur um upplýsingagjöf vegna aukastarfa slakar

  Drög að reglum um fjárhagslega upplýsingagjöf Evrópuþingmanna (EÞM) gera lítinn greinarmun á há- og lágtekjumönnum varðandi aukastörf, auk þess sem EÞM frá nýrri aðildarlöndum standa höllum fæti.   Þingmannanefndin sem valin var til að semja reglurnar mun brátt birta lokadrög sín, sem munu þurfa samþykki starfsmanna þingsins og stjórnmálaleiðtoga á þinginu áður en drögin verða lögð fyrir þingið.
Allar aukatekjur mun þurfa að gefa upp samkvæmt þremur mögulegum tekjustofnum. Fyrsti tekjustofninn nefnist "allt að þreföld meðallaun í aðildarríkinu þar sem starfsemi fer fram". Samkvæmt kerfinu mætti þýskur EÞM þéna 120.000 evrur vegna einnar aukavinnu, á meðan rúmenskur EÞM mætti þéna mun minna þar sem meðallaun þar í landi eru lægri.
Margir höfðu kallað eftir því að aukavinna EÞM yrði bönnuð í kjölfar frétta The Sunday Times fyrr í ár um spillingu EÞM. Gagnrýnendur telja að reglurnar um þreföld meðallaun sýni hve mjög úr takti við raunveruleikann embættismenn þingsins og EÞM séu, á sama tíma og Evrópa sé í djúpri efnahagslægð.
  Sérstakt áhyggjuefni er ef aukatekjur koma frá þrýstihópum. Rannsóknarhópur um gagnsæi sem nefnir sig Eftirlit með evrópskum fyrirtækjum (Corporate Europe Observatory, CEO) segir í nýrri skýrslu sinni um árhif þrýstihópa á stefnu ESB varðandi hráefni að sumir EÞM sinni í störfum sínum eigin hagsmunum og hagsmunum stórfyrirtækja í kröfugerðum um aðgang að auðlindum annarra landa. Þannig séu fyrir borð bornir hagsmunir fullvalda þjóða og ráðstafanir til umhverfisverndar og efnahagsþróunar. Skýrslan gagnrýnir sérstaklega austurríska EÞM Paul Rubig, sem sagður er hafa fjárhagslega hagsmuni af fyrirtækjum sem eru háð hráefnum, sem og þýska EÞM  Elmar Brok, sem sagður er hvetja til notkunar hervalds til að tryggja aðgang að hráefni.
EU Observer

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Heildartala yfir síðuflettingar