fimmtudagur, 28. júlí 2011

Kreppan lækkar mengunarstig í Evrópu

  Loftmengun minnkaði verulega í Evrópu á árinu 2009, þar sem minnkandi eftirspurn eftir orku minnkaði losun eiturefna frá opinberum virkjunum í löndum eins og Búlgaríu, Póllandi, Rúmeníu og á Spáni. Í skýrslunni frá Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) er varað við því það þrátt fyrir framfarir á árinu 2009 varðandi loftmengandi efni, geti gæði lofts í Evrópu þó verið mjög léleg, einkum í borgum.
  Í niðurstöðum nýrrar rannsóknar kemur fram að losun oxíð brennisteins (SOx) hafi minnkað mest eða um 21 % milli áranna 2008 og 2009. Losun mengunarefna frá rafmagni, eins og köfnunarefnisoxíða (NOx) og svifryks (PM), minnkaði einnig um 10%. Mikill styrkur köfnunarefnisoxíða getur valdið bólgu í öndunarvegi og dregið úr lungnastarfsemi. Svifryk hefur einnig skaðleg áhrif á öndunarfæri. Í skýrslunni er staðfest að um langvarandi þróun sé að ræða í átt að minnkandi loftmengun.

miðvikudagur, 27. júlí 2011

ESB reglur auðvelda innheimtu milli landa

  Framkvæmdastjórn ESB hefur kynnt tillögur að reglum sem auðvelda innheimtu greiðslukrafna milli aðildarlanda. Dómsmálastjóri ESB, Viviane Reding, mun leggja fram tillögur að reglum um varðveislu innistæða á evrópskum reikningum. Reglurnar munu gera dómstólum kleift að gefa út úrskurði til bankastofnanna, sem skyldar þær til að varðveita innistæðu fyrir ákveðinni skuldaupphæð. Úrskurðinn mætti gefa út áður en landsdómstóll hefur staðfest að kröfueigandi eigi tilkall til fjárins.
  Reglurnar eru taldar verða mikil réttarbót, sérstaklega fyrir einstaklinga og smáfyrirtæki. Reglurnar munu til dæmis hjálpa foreldrum sem eiga í erfiðleikum með að fá meðlagsgreiðslur frá foreldri sem flutt hefur til annars aðildarríkis.

þriðjudagur, 5. júlí 2011

Stjórnlagadómstóll Þýskalands metur lögmæti björgunaraðstoðar til Grikkja

  Stjórnlagadómstóll Þýskalands hefur tekið fyrir þrjú mál þar sem dregið er í efa lögmæti þátttöku Þjóðverja í fjármálaaðstoð í tengslum við neyðarlán til Grikklands á síðasta ári, sem samþykkt var af þýska þinginu. Niðurstöðu er að vænta innan nokkurra vikna um hvort þátttaka þýskra stjórnvalda í aðgerðinni hafi brotið í bága við stjórnarskrá landsins. Stutt er síðan leiðtogar ESB samþykktu nýjar fjárhagslegar björgunaraðgerðir til Grikklands.

Nýtt fjársvikamál á Evrópuþinginu

  Ásakanir um fjárdrátt hafa verið settar fram á hendur rúmönskum hægrisinnuðum Evrópuþingmanni (EÞM), Corneliu Vadim Tudor, en stutt er síðan vinnuhópur á þinginu lagði fram lokadrög að siðareglum í fjármálum fyrir EÞM í kjölfar mútuhneykslis.
  Aðstoðarmaður þingmannsins heldur því fram að hann hafi unnið launalaust fyrir EÞM í 2 ár. Hann hafi nýlega uppgötvað að undirskrift hans hafi verið fölsuð á launatengd skjöl og standi hann nú frammi fyrir því að greiða skatta vegna útleystra launa er nema 40.000 evrum fyrir þetta tveggja ára tímabil. Þingmaðurinn vísar ásökununum á bug.

sunnudagur, 3. júlí 2011

Pólland vill efla tiltrú á ESB

  Fjármálakreppan og innflytjendamál eru að mati Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, stóru álitamálin innan Evrópusambandsins í dag. Pólland tók formlega við formennsku ESB þann 1. júlí. Af því tilefni sagði Tusk að sambandið væri að ganga í gengum erfiðasta og flóknasta kafla í sögu sambandsins. Hann sagði ýmsa stjórnmálamenn, sem væru yfirlýstir stuðningsmenn sambandsins, vinna fremur að verndun hagsmuna eigin heimalands og veikja með því sambandið. Hann nefndi ekki nöfn, en benti á Frakkland og Ítalíu og aukið landamæraeftirlit innan Schengen. Hann benti einnig á að samstaða vegna fjárhagslegra málefna væri ekki nægilega góð og nefndi hann andstöðu Þjóðverja við björgunaraðgerðir til handa Grikkjum í þvi sambandi. Hann taldi ekki rétta leið að ýta þjóðum úr evrusamstarfinu vegna fjárhagserfiðleika. Þvert á móti taldi hann að efla þyrfti samþættingu innan Evrópu í þessum efnum. Auka þyrfti tiltrú í garð stofnana sambandsins.EUObserver
EUObserver: A short guide to the Polish presidency
Huffinton Post: Poland E.U. Presidency To Promote 'More United' Europe
Vefsíða Formennsku Póllands innan ESB

Björgunaraðstoð í höfn eftir samþykkt niðurskurðartillagna

  Meirihluti gríska þingsins hefur samþykkt umdeildar niðurskurðartillögur og tillögur um einkavæðingu, í því augnamiði að tryggja fjárhagsaðstoð frá ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og forða landinu frá yfirvofandi gjaldþroti. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá forseta framkvæmdastjórnar ESB, José Manuel Barroso, og forseta leiðtogaráðsins, Herman Van Rompuy, segir að Grikkland hafi sýnt ábyrgð innanlands við afar erfiðar aðstæður og að skilyrði séu nú fyrir hendi

Heildartala yfir síðuflettingar