föstudagur, 17. júní 2011

Pólland lætur reyna á reglur um forsæti í ESB

  Pólland verður fyrsta ríkið sem mun fara með forsæti í ESB og láta reyna á reglur sambandsins um að landsstjórn standi undir allri vinnu og kostnaði við að reka formennskuembætti ESB án þess að njóta sérstakrar viðurkenningar.
  Piotr Maciej Kaczynski, evrópufræðingur hjá Stofnun evrópumála í Brussel, segir Pólland koma vel undirbúið inn í formennsku embættið og hafi auk þess mikið vægi. Hann spáir því að landið muni ekki vilja vinna eingöngu að framkvæmdahlið málefna á bak við tjöldin, heldur muni það vilja vera sýnilegt út á við.
Þannig gæti Pólland hrist upp í embættis- og stofnanakerfinu þar sem mikil formfesta hefur ríkt. Kaczynski segir pólska forsætisráðherrann, Donald Tusk, hafa mikinn áhuga á að vera áberandi í formennskunni, en vandamálið sé að það sé engin formleg staða sem hann gegni samkvæmt stjórnskipulagi ESB. Þingkosningar verða í Póllandi í október næstkomandi á meðan á formennsku þeirra stendur og þannig gæti sýnileiki forsætisráðherrans komið honum til góða heimafyrir. Raddir innan stofnana ESB segja að formennska Póllands gæti sett fordæmi fyrir því hve langt formennskuland ESB megi ganga samkvæmt valdheimildum þeim sem Lissabon sáttmálinn hefur markað.
EU Observer

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Heildartala yfir síðuflettingar