Fundir og viðburðir

25. október 2011 8:30-12:30 - staðsetning auglýst síðar
Ráðstefna: ESB og umhverfismál
Utanríkisráðuneyti og umhverfisráðuneyti í samvinnu við framkvæmdastjórn ESB standa fyrir málþingi um ESB og umhverfismál. Fjallað verður um hvaða áhrif þátttaka Íslands í evrópska efnhagssvæðinu (EES) hefur haft á umhverfislöggjöf landsins og hvaða breytingar hugsanleg aðild að Evrópusambandinu myndi hafa í för með sér á því sviði.
Þá verður litið til hlutverks umhverfisverndarsamtaka innan ESB, fjallað um náttúruverndarlöggjöf sambandsins og heyrt af reynslu Eista sem nýlega gengu í sambandið.
Michael O´Briain, deildarstjóri náttúrudeildar málefnastofu umhverfismála hjá ESB og Kadri Moller frá utanríkisráðuneyti Eistlands verða gestafyrirlesarar á ráðstefnunni.
Aðgangur er ókeypis og ráðstefnan er öllum opinn. Skráningar skulu sendar á netfangið asdis.sigurgeirsdottir@utn.stjr.is fyrir 13. október. Allir sem áhuga hafa á umhverfis- og náttúruverndarmálum er hvattir til að mæta.
Dagskrá og nánari upplýsingar er að finna hér.

25.-27. ágúst 2011 í Háskóla Íslands
Evrópsk ráðstefna stjórnmálafræðinga á vegum European Consortium for Political Research
Evrópsk ráðstefna stjórnmálafræðinga á vegum European Consortium for Political Research (ECPR) sem haldin er 25.-27. ágúst 2011 er stærsta alþjóðlega ráðstefnan sem haldin hefur verið á Íslandi.
Haldnir verða yfir 2500 fyrirlestrar á ráðstefnunni undir um 60 efnisflokkum. Mörg áhugaverð umfjöllunarefni verða tekin fyrir og má m.a. nefna  eftirfarandi umræðuflokka:  Græn stjórnmál; Pólítískt frumkvöðlastarf í opinbera geiranum-áskoranir og nýbreytni;  Skipulag og stjórnun í stjórnsýslunni; Pólítísk stefnumótun;  Stjórnmál lögfræðinnar og dómstóla; Lýðræðishugmyndir og nýsköpun; Mannréttindi og réttlæti í þjóðfélögum sem ganga gegnum tímabil umbreytinga og lýðræðisumbóta; Stefnur í málefnum innflytjenda og hælisleitenda; Þverfagleg sýn á ofbeldi og stjórnmál; Nýsköpun á lægri stigum stjórnsýslu og stjórnmála; Internetið og stjórnmálin, Evrópustjórnmál;  Almenningsálit, kosningar og þjóðaratkvæðagreiðslur;  Uppruni og áhrif endurbóta í kosningakerfum; Unga fólkið, atvinnuleysi og útilokun í Evrópu;  Stjórnmálin og listirnar á tímum kreppu og kvíða;  Endurreisn lýðræðis í Evrópu og Staða lýðræðis í Evrópu; Pólítísk boðmiðlun;  Utanríkismál; - og  Alþjóðastjórnmál.
Tengill á heimasíðu ráðstefnunnar
Tengill á efnisflokka erinda, efni og fyrirlestara í hverjum flokki.
Tengill á efni hringborðsumræðna


21. júní 2011, kl. 12-13. Háskóli Íslands - Oddi stofa 101
Aðildarviðræður Íslands - Viðhorf Framkvæmdastjórnar ESB

  Alexandra Cas Granje, sviðstjóri á stækkunarskrifstofu framkvæmdastjórnar ESB, heldur erindi á vegum Rannsóknarseturs um smáríki og sendinefndar ESB á Íslandi.
  Hinn 27. júní næstkomandi verða fyrstu kaflarnir opnaðir sem markar upphaf eiginlegra samningaviðræðna Íslands og Evrópusambandsins. Á fundinum gefst tækifæri til að heyra viðhorf framkvæmdastjórnarinnar til aðildarviðræðnanna en Alexandra Cas Granje er yfirmaður þeirrar skrifstofu sem fer með aðildarviðræður ESB við Ísland, Króatíu, fyrrum Júgóslavíulýðveldið Makedóníu og Tyrkland.
  Alexandra Cas Granje nefnir erindi sitt: Iceland’s EU negotiations – a perspective from Brussels
  Fundarstjóri verður Auðunn Atlason, ráðgjafi utanríkisráðherra í Evrópumálum og deildarstjóri skrifstofu upplýsingamála. Allir eru velkomnir.

Heildartala yfir síðuflettingar