fimmtudagur, 9. júní 2011

ESB ætti að kjósa leiðtoga, segir Blair

  Tony Blair, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, telur að Evrópusambandið verði að eiga sér kjörinn leiðtoga til þess að veita sambandinu skýra forystu í samskiptum við stórveldi á alþjóðavettvangi.
  Blair segir að sú réttlæting að tilvist ESB hvíli á röksemdinni um að halda friðinn, sé úreld. Réttlætingin fyrir ESB nú sé aukið vald. Yngri kynslóðir sjái að í heimi þar sem lönd eins og Kína séu að verða leiðandi stórveldi, sé skynsamlegt fyrir Evrópu að sameina krafta sína til að öðlast aukið vogarafl og aukin áhrif.
Í viðtali við The Times sagði hann að veigamestu verkefnum ESB standi ógn af skuldavanda og aukinni þjóðernishyggju. ESB ríki þurfi því að efla samstöðu og móta sameiginlega stefnu í málum eins og orkumálum, varnarmálum, innflytjendamálum og varðandi baráttu við glæpi.   Blair bjóst þó ekki við að hugmyndin um ESB leiðtoga ætti meirihluta að fagna í dag.
EU Observer: Blair: EU should have elected leader

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Heildartala yfir síðuflettingar