miðvikudagur, 8. júní 2011

Aðstoð vegna E. coli faraldurs

Landbúnaðarstjóri ESB, Dacian Ciolos, hefur óskað eftir 25 milljarða fjárhagsaðstoð til handa evrópskum grænmetisbændum sem hafa orðið illa úti vegna E. coli faraldursins. Tillagan verður rædd á fundi landbúnaðarráðherra ESB í Lúxemborg í dag. Landbúnaðarstjórinn segir að án vitneskju um uppsprettu faraldursins verði erfitt að endurvinna traust neytenda. Meira en 2.300 manns í 14 löndum hafa veikst, aðallega í Þýskalandi, og 25 hafa látist af völdum E. coli bakteríunnar. Skaði fyrir grænmetisframleiðendur er enn óvís, en áætlað er að hann muni nema hundruðum milljóna evra.EU Observer: EU calls for €150m in aid for farmers hit by E. coli scare

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Heildartala yfir síðuflettingar