föstudagur, 24. júní 2011

Evrukrísu afstýrt

  Samkomulag hefur náðst um björgunaraðgerðir ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) til að forða Grikklandi frá gjaldþroti, að því tilskyldu að gríska þingið grípi til frekari aðhaldsaðgerða. Forseti Grikklands, George Papandreou, hefur lofað róttækum efnahagsumbótum í formi skattahækkana og niðurskurðar er nemur 3,8 billjón evrum. Á næstu dögum mun gríska þingið þurfa að samþykkja breytingar á lögum um ríkisfjármál og einkavæðingu í samræmi við samkomulagið.
Allt stefnir í að Grikkland muni geta staðið við fjárskuldbindingar sínar um miðjan júlí, en vanefndir gætu haft alvarleg áhrif á evrusvæðið og um leið um allan heim. Mikill þrýstingur hefur verið innan sambandsins á gríska stjórnarandstöðuleiðtogann, Antonis Samaras, um að standa að baki samkomulaginu. Samaras segist þó einungis geta stutt niðurskurðaráform, en ekki skattahækkanir. Stjórnvöld á evrusvæðinu eiga nú í viðræðum við banka og tryggingafélög um annan hluta björgunaraðgerðanna, sem felst í að koma til móts við skuldastöðu Grikkja.
  Óttast hefur verið að gjaldþrot Grikklands valdi evrópskum bönkum og ríkisstjórnum miklu fjárhagstjóni, grafi undan lánshæfi annarra evruríkja og leiði til samdráttar í efnahag ESB. Sumir hagfræðingar hafa þó bent á að björgunaraðgerðir sem þessar muni duga skammt.
Reuters
DV: Grikkir óttast að þjóðin verði „seld“
Reuters: Fréttaskýring: Ástæða grísku krísunnar? Þjóð í afneitun

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Heildartala yfir síðuflettingar