miðvikudagur, 22. júní 2011

Línur lagðar fyrir leiðtogafund ESB

  Forseti framkvæmdastjórnar ESB, José Manuel Barroso, hefur kynnt leiðtogum og ríkisstjórnum Evrópusambandslandanna meginatriði þau, sem rædd verða á fundi leiðtogaráðs ESB þann 23.-24. júní n.k. Í bréfi frá Barroso skýrði hann frá afstöðu framkvæmdastjórnarinnar til tveggja stærstu málanna sem rædd verða á fundinum, efnahagsstefnu og fólksflutninga.
  Lagt er til að lög verði sett innan sambandsins um skattlagningu vegna fjármagnshreyfinga. Þá verða langtímafjárlög sambandsins kynnt. Lögð er áhersla á samhæfðar aðgerðir til að styrkja Schengen og að landamæraeftirlit ætti ekki að vera tekið upp aftur nema til þrautarvara. Þá mun framkvæmdastjórnin tilnefna Agostino Miozzo sérstakan fulltrúa Suður-Miðjarðarhafs, en hann er háttsettur embættismaður hjá Utanríkisþjónustu Evrópusambandsins (EEAS).
Einnig verður viðbragðsteymi skipað til að samhæfa betur aðstoð á svæðinu, sem skipað verður fulltrúum aðildarríkja, Evrópska fjárfestingabankans (EIB) og Evrópubanka fyrir uppbyggingu og þróun (EBRD). Með þessu á að koma í veg fyrir að þjóðfélagsólga skaði lýðræðisþróun í löndum á Miðjarðarhafssvæðinu.
EurActiv

Tengt efni
Aðildarviðræður Íslands og ESB: Kafli: 30. UTANRÍKISTENGSL ESB og 31. SAMEIGINLEG UTANRÍKIS- OG ÖRYGGISSTEFNA ESB
The European Neighbourhood Policy
A new response to a changing Neighbourhood

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Heildartala yfir síðuflettingar