fimmtudagur, 9. júní 2011

Rúmeníu og Búlgaríu neitað um Schengen aðild

  Búist er við að innanríkisráðherrar ESB muni fresta stækkun vegabréfalausa Schengen svæðisins um ótiltekinn tíma, þrátt fyrir samþykkt Evrópuþingsins á inngöngu Rúmeníu og Búlgaríu í Schengen og að ríkin uppfylli öll tæknileg skilyrði fyrir inngöngu. Samkvæmt EurActiv mætti innganga ríkjanna andstöðu hjá Frakklandi, Þýskalandi, Finnlandi, Svíþjóð, Hollandi og Belgíu.
  Talið er að ríkin sex vilji bíða útkomu jákvæðari skýrslu framkvæmdastjórar um eftirlitsþætti landanna, en borist hafa til þessa. Þeim tilmælum hefur verið beint til landanna að bæta dómskerfi sitt og baráttu við spillingu og skipulagða glæpastarfsemi.
Evrópuþingið og framkvæmdastjórnin hallast að því að slík pólitísk sjónarmið einstakra landa ættu ekki að standa því í vegi að lögum ESB sé fylgt. Frakklandi og Ítalíu tókst hins vegar að ná samkomulagi á vettvangi ESB um breyttar reglur fyrir inngöngu í Schengen, í þeim tilgangi að tryggja að öflugt landamæraeftirlit sé fyrir hendi hjá inngönguþjóðum.
EurActiv: Bulgaria, Romania denied Schengen entry

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Heildartala yfir síðuflettingar