þriðjudagur, 5. júlí 2011

Nýtt fjársvikamál á Evrópuþinginu

  Ásakanir um fjárdrátt hafa verið settar fram á hendur rúmönskum hægrisinnuðum Evrópuþingmanni (EÞM), Corneliu Vadim Tudor, en stutt er síðan vinnuhópur á þinginu lagði fram lokadrög að siðareglum í fjármálum fyrir EÞM í kjölfar mútuhneykslis.
  Aðstoðarmaður þingmannsins heldur því fram að hann hafi unnið launalaust fyrir EÞM í 2 ár. Hann hafi nýlega uppgötvað að undirskrift hans hafi verið fölsuð á launatengd skjöl og standi hann nú frammi fyrir því að greiða skatta vegna útleystra launa er nema 40.000 evrum fyrir þetta tveggja ára tímabil. Þingmaðurinn vísar ásökununum á bug.

  Nýju reglurnar um gagnsæi í fjármálum þingmanna eiga að taka gildi í árslok. Gagnrýnisraddir eru efins um gagnsemi reglnanna á meðan ekki er meiri vilji fyrir hendi hjá Evrópuþinginu til að framfylgja þeim og beita viðurlögum.
EUObserver

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Heildartala yfir síðuflettingar