föstudagur, 10. júní 2011

Evrópuþingið neitar að birta leyniskýrslu

  Evrópuþingið hefur neitað að birta leyniskýrslu um rannsókn á meðferð þingmanna á risnu og fé vegna aðstoðar við þingstörf. Þingið telur að birting skýrslunnar gæti truflað ákvarðanatöku á þinginu. Dómstóll hafði áður útskurðað að þinginu væri skylt að birta skýrsluna. Starfsmenn þingsins vilja þó ekki veita aðgang að henni þar til formleg ákvörðun hefur verið tekin innan stjórnsýslu ESB um hvort áfrýja eigi málinu til Evrópudómstólsins, en slíkrar ákvörðunar væri ekki að vænta fyrr en í ágúst næstkomandi.
The Telegraph: European parliament refuses to release expenses report

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Heildartala yfir síðuflettingar