miðvikudagur, 8. júní 2011

Þing birti gögn um misferli Evrópuþingmanna

  Dómstóll Evrópusambandsins hefur úrskurðað að Evrópuþinginu sé skylt að birta umdeilda skýrslu, þar sem fram kemur að þingmenn hafi misfarið með fé sem ætlað er til að greiða aðstoðarmönnum á þingi. Dómstóllinn ógilti synjun þingsins um aðgang að skýrslunni, á þeim grundvelli að birting hefði grafið undan trúverðugleika innri endurskoðunar. Þingið getur nú farið með málið fyrir Evrópudómstólinn, en sú leið hefur mætt andstöðu nokkurra þingmanna.
  Í skýrslunni kemur fram að umrætt fé til aðstoðarmanna rann í einhverjum tilvikum til fjölskyldumeðlima, réttindalausra starfsmanna, stjórnmálaflokka á landsvísu, auk þess sem einhverjir högnuðust persónulega. Einn þingmaður greiddi einum aðila allan árlega styrkinn, sem nam 200.000 evrum.
Í skýrslunni kemur fram að margir þingmenn, sérstaklega frá Írlandi og Bretlandi, ráði fjölskyldumeðlimi sem aðstoðarmenn vegna undanþágu ákvæða.
  Skýrslan er áfall fyrir Evrópuþingið sem berst við að hreinsa ímynd sína. Ekki er langt síðan Sunday Times greindi frá því að fjórir þingmenn hafi þegið boð um fé fyrir að koma endurbótum á lögum í gegnum þingið, frá tilbúnum hagsmunasamtökum. Í kjölfarið setti forseti þingsins, Jerzy Buzek, á fót þingmannanefnd til að semja siðareglur fyrir evrópska embættismenn.
  Samtök sem berjast fyrir gagnsæi óttast að þetta nýja áfall muni draga úr áhuga á siðbót innan þingsins. EU Observer: EU court tells parliament to release document detailing MEP abuses

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Heildartala yfir síðuflettingar