miðvikudagur, 7. september 2011

Friðhelgi EÞM ekki bindandi fyrir landsrétt

  Evrópudómstóllinn hefur í nýlegum úrskurði sínum skýrt friðhelgi Evrópuþingmanna (EÞM) á þann veg að bein tengsl þurfi að vera á milli skoðana sem EÞM tjáir og starfa hans á þinginu.
  Í umræddu máli var EÞM sakaður um rangar ásakanir á hendur ítölskum lögreglumanni við skyldustörf, en hann hélt því fram að tími hafi verið falsaður þegar nokkrir ökumenn voru sektaðir fyrir að leggja ólöglega á meðan breytingar á bílastæðahúsi fóru fram. Evrópuþingið tók afstöðu með því að friðhelgi ætti við í tilviki þingmannsins, þar sem hann hafi haft hagsmuni kjósenda sinna að leiðarljósi. Ítalskir dómstólar báðu Evrópudómstólinn um útskýringar á lögfræðilegum álitaefnum varðandi ákvæði er lýtur að friðhelgi EÞM.

  Í úrskurðinum segir að yfirlýsingar EÞM virðist fremur fjarri skyldustörfum hans og því sé ólíklegt að bein tengsl og augljós hafi skapast við almenna hagsmuni kjósenda. Þá kom fram að ákvörðun Evrópuþings um að verja friðhelgi EÞM sé aðeins álit án bindandi áhrifa fyrir dómstóla þjóðríkja. Sé álit Evrópuþingsins ekki tekið til greina fyrir landsrétti, leggi Evrópureglur engar skyldur á dómstóla aðildarlandanna varðandi rökstuðning fyrir ákvörðun sinni.
Court of Justice of the European Union

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Heildartala yfir síðuflettingar