þriðjudagur, 13. september 2011

Evrulausu löndin vilja aukin áhrif

  Evrulaus lönd innan Evrópusambandsins hittust formlega síðastliðinn mánudag til að ræða hvernig best væri að hafa áhrif á umræðuna um framtíð evrusvæðisins. Fundinn sátu ráðherrar þeir sem sjá um Evrópumál hjá Lettlandi, Litháen, Tékklandi, Ungverjalandi, Búlgaríu, Rúmeníu og Póllandi. Í ljósi áætlana um nánara efnahagssamstarf á evrusvæðinu, sem mun skapa tvískipt Evrópusamstarf, telja evrulausu löndin sig þurfa að koma að ákvarðanatöku um framtíð evrunnar þar sem hún sé ekki einkamál fárra heldur skipti máli fyrir öll lönd Evrópusambandsins. Tillögur landanna sjö um stjórn efnahagsmála verða lagðar fyrir á fundi leiðtogaráðsins í október næstkomandi.

  Von Rompuy, forseti leiðtogaráðsins, vinnur að tillögum í efnahagsmálum sem lagðar verða fram í næsta mánuði. Tillögurnar snúast um fjögur meginatriði: að bæta vinnubrögð og samskipti, styrkja stofnanir, aga í ríkisfjármálum og samþættingu ríkisfjármála. Aðspurður um fyrirhugaðar tillögur evrulausu landanna sjö, sagði hann að Leiðtogaráðið væri vettvangurinn til að koma með athugasemdir eða óska frekari upplýsinga. Framtaki evrulausu landanna sjö hefur því ekki verið tekið opnum örmun, að minnsta kosti ekki hjá forseta leiðtogaráðsins.
EUObserver
Nánar: Der Spiegel: Berlin Lays Groundwork for a Two-Speed Europe, EurActiv: Germany's Schäuble calls for new EU treaty, The Guardian: Sarkozy and Merkel call for 'true economic government' to save eurozone

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Heildartala yfir síðuflettingar