þriðjudagur, 7. júní 2011

Króatía að ljúka aðildarviðræðum

  Króatía hefur nýlokið samningalotu um fiskveiðistjórnunarkafla aðildarsamnings síns um inngöngu í Evrópusambandið. Aðalsamningamaður landsins, Vladimir Drobnjak, telur að samningaviðræðum verði senn lokið.
  Þeir fjórir kaflar sem enn er ólokið eru: kafli 23- Dómskerfi og mannréttindi, kafli átta- Stefna í samkeppnismálum, kafli 33- Fjármála og fjárlaga ákvæði og kafli 35- Önnur mál, sem er af tæknilegum toga.
  Umdeildasti kafli viðræðnanna er kaflinn um Dómskerfi og mannréttindi,
en eftirmála átaka í fyrrum Júgóslavíu gætir enn er viðkemur rannsókn stríðsglæpa.
  Búist er við lokaákvörðun um inngöngu á ríkjafundi í Brussel 24.-25. júní næstkomandi, en Ungverjar láta af formennsku í ESB í lok þess mánaðar.
EurActive: Croatia to close EU talks 'in matter of weeks'

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Heildartala yfir síðuflettingar