fimmtudagur, 16. júní 2011

Aðildarviðræðum Íslands miðar vel áfram

  Þann 27. júní næstkomandi fara fram viðræður um fjóra af 30 málaflokkum, sem semja þarf um til að af aðild Íslands að ESB geti orðið. Frá þessu segir Evrópuvefritið EurActiv, en tekið er fram að á frumstigi viðræðnanna ættu ekki að vera margar hindranir vegna aðildar Íslands að hinu evrópska efnahagssvæði og Schengen. Stefnt er að því að loka tveimur köflum er lúta að vísindum, menntun og menningu. Umræður hefjast svo kaflana um reglur um opinber útboð og fjölmiðlalög og munu halda áfram á næstu mánuðum. Talsmaður ungverskra stjórnvalda,sem fara með formennsku ESB til enda þessa mánaðar, lýsti yfir ánægju sinni með framgang viðræðnanna.
  Bent er þó á að helstu ágreiningsatriði gætu komið upp síðar þegar rætt verður um kaflann um fiskveiðar og skuldavanda landsins.
Fjallað er um líkleg vandamál aðildarviðræðnanna þegar kemur að fiskveiðikaflanum og hvalveiðar Íslendinga annars vegar og stjórn hinna arðbæru fiskveiða Íslendinga hins vegar. Þá hafi deilur um fiskveiðikvóta milli ESB og Íslands stigmagnast á síðustu mánuðum, meðal annars vegna ákvörðunar frá Brussel í janúar um að banna íslenskum skipum að landa makríl í höfnum ESB. Talað er um að Ísland sé stórveldi þegar kemur að fiskveiðum í Atlantshafi og að það hafi veigrað sér við inngöngu í ESB hingað til. Það hafi fyrst sótt um inngöngu árið 2009, til að sækjast eftir stöðugleika, eftir að hnignum alþjóðlegra fjármálamarkaða hafi leitt til falls bankakerfis landsins. EurActiv segir fylgjendum aðildar hafa fækkað síðan þá vegna deilda við Breta og Hollendinga um Icesave. Nýjasta könnun Capacent sýnir að meirihluti er andvígur inngöngu, en munurinn á þeim sem eru fylgjandi og andvígir hefur þó minnkað og hefur ekki verið minni frá hruninu haustið 2008. Í könnuninni voru 57,3% andvíg aðild og 42,7% hlynnt henni, en aðeins er litið til þeirra sem tóku afstöðu.
EurActiv

Tendar fréttir
Rýnifundi um hagtölur lokið
Umsókn Íslands um aðild að ESB
Aðildarsinnum fjölgar
EU-Iceland relations

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Heildartala yfir síðuflettingar