sunnudagur, 26. júní 2011

Schengen: Eftirlitsþættir efldir

  Leiðtogaráð ESB samþykkti ályktun um endurbætur á Schengen reglum er leyfa frjálsa för fólks án vegabréfa á svæðinu. Aðildarlöndum verður m.a. heimilt sem þrautalendingu, að taka upp landamæraeftirlit ef annað sambandsland getur ekki uppfyllt skuldbindingar sínar samkvæmt Schengen, er lúta að vörnum gegn ólöglegum innflytjendum frá þriðja landi.
  Endurbæturnar munu fela í sér pólitíska vegvísa um að Schengen svæðinu sé stjórnað í samræmi við sameiginlega staðla, meginreglur og venjur.
Öflugt og áreiðanlegt eftirlis- og matskerfi er nauðsynlegt til að tryggja að hægt sé að bregðast við viðfangsefnum framtíðarinnar, segir í ályktuninni. Matsúttektir yrðu samkvæmt þessu framkvæmdar í hverju landi af sérfræðiteymum frá ESB löndunum, starfsmönnum framkvæmdastjórnarinnar og viðeigandi stofnunum. Öll ný lönd verða metin samkvæmt þessum nýju reglum í framtíðinni. Framkvæmdastjórninni hefur verið falið að útfæra reglurnar og er búist við niðurstöðu í haust.
EurActiv EU Observer
Tengt efni
Niðurstöður leiðtogaráðs ESB 23.-24. júní 2011
Evrópuvaktin: Leiðtogaráð ESB hafnaði tillögu um breytingar á reglum um hælisleitendur

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Heildartala yfir síðuflettingar