Ritstjórn

Ritstjóri: Harpa H. Frankelsdóttir, stjórnmálafræðingur

Ég er stjórnmálafræðingur frá HÍ og lærði evrópufræði í Essex háskólanum í Bretlandi. Ég hef einnig starfað sem lærlingur hjá Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg í Osló. Þessi vefsíða er endurvakið áhugamál sem ég hef haft lengi, íslenskur vefur sem miðlar hlutlaust fréttum af því sem er að gerast í ESB og aðildarlöndum þess. Mér finnst mikilvægt að almenningur geti valið um ítarefni til skýringa með fréttagreinum um ESB, s.s. um forsögu mála, stjórnskipulag ESB og hlutverk stofnanna innan þess.


Ég hef tekið að mér þýðingar fyrir einstaklinga og fyrirtæki/stofnanir, bæði þýðingar á almennu kennsluefni, bæklingum, vefsíðuefni og einnig efni sem sérstaklega lýtur að Evrópusambandinu, s.s. drögum að stjórnarskrá ESB.
Endilega sendu mér póst á netfangið harpaf@hotmail.com ef þú óskar eftir nánari upplýsingum.

Heildartala yfir síðuflettingar