þriðjudagur, 14. júní 2011

Ungir bændur uggandi vegna endurbóta á CAP

Joris Baecke, forseti
 Evrópuráðs ungra bænda
  Umræðan um endurbætur á sameiginlegu landbúnaðarstefnu ESB (CAP), hefur ekki tekið tillit til uppkomu nýrrar kynslóðar í greininni, sem á undir högg að sækja. Þetta segir Joris Baecke, forseti Evrópuráðs ungra bænda (CEJA).
  Framkvæmdastjórn ESB setti í nóvember síðastliðinn fram stefnu til endurbóta á sameiginlegu landbúnaðarstefnunni, þar sem meiri áhersla er lögð á náttúruvernd og fæðuöryggi. Baecke varaði við því að núverandi kynslóð bænda væri að eldast, en aðeins 6% bænda væru undir 35 ára og þriðjungur væri eldri en 65 ára. "Aldurspýramídinn í landbúnaði í dag snýr öfugt", sagði Baecke og spyr hverjir verði bændur eftir 10-20 ár þegar þriðjungur bænda verður kominn á eftirlaun. Því sé áhersla á kynslóðaskipti í greinninni forgangsmál og haga skuli stefnu þannig að sú kynslóð njóti stuðnings og hvatningar fyrstu árin.

  Bændaforinginn segir áhættusamt að hefja búskap í dag þegar lánsfé er af skornum skammti,markaðsverð flökktandi og kostnaður hafi aukist. Hann segir þörf á meiri stuðningi við unga bændur og að öseinni stoð CAP samningsins, sem fjallar um byggðaþróun, sé augljóslega ekki að svara þeim þörfum. Í dag fari 3% styrkja í þessum flokki til ungra bænda, en féð sé ekki nýtt til fullnustu í mörgum aðildarríkjum.
  Baecke vill að ungir bændur séu í forgangi varðandi beina aðstoð til bænda í fyrstu stoð landbúnaðarsamningsins. Í seinni stoð samningsins vilja CEJA samtökin breyta 50-50% reglunni um fjármögnum í 80-20% reglu, þar sem 80% fjárins komi frá Brussel. Aðildarríkin myndu fjármagna 20% og aðstoð við ungbændur myndi meira en tvöfaldast.
  Baecke sagðist hlynntur ESB-Mercosur fríverslunarsamningnum, ef matvæli og landbúnaður væru tekin til umræðu sérstaklega. Hann sagði að bílaiðnaðurinn og landbúnaður væru ekki sambærileg viðskipti og því ekki hægt að leggja að jöfnu skipti á evrópskum bílum til Brasilíu og á brasilískum mat til Evrópu. Henn telur að í samningsviðræðunum sé ekki skilningur á alvarleika þess að eyðileggja hluta landbúnaðargeira Evrópu í skiptum fyrir vörur frá útlöndum. Hann varaði ennfremur við því að skipta út geirum eins og framleiðslu nautakjöts, sérstaklega ef innflutta varan uppfylli ekki sömu skilyrði.Young farmers sound alarm on CAP reform

Tengt efni:
Aðildarviðræður Íslands og ESB
Meginrök Bændasamtakanna gegn aðild að ESB
EU's Ciolos on CAP: 'Higher payments for those in less favorable regions'
Endurskoðun sameiginlegar landbúnaðarstefnu ESB stendur fyrir dyrum

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Heildartala yfir síðuflettingar