þriðjudagur, 28. júní 2011

Aðild Íslands veltur á stórveldum í fiskveiðum

  Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sagði í samtali við EUObserver á ríkjaráðstefnu Íslands og ESB, að stórveldi í fiskveiðum innan ESB eins og Spánn gegndu lykilhlutverki varðandi aðild Íslands að ESB. Hann sagði að Íslendingar vildu sjá niðurstöðu samningsviðræðnanna áður en þeir tækju afstöðu til aðildar að ESB, sérstaklega þegar kemur að fiskveiðimálum.
  Ráðherrann sagðist bjartsýnn á að Ísland gengi í ESB á næstu árum, sérstaklega í ljósi sveigjanleika þeim sem ESB sýndi í viðræðum við Noreg á tíunda áratug síðustu aldar, en Norðmenn höfnuðu aðild í þjóðaratkvæði árið 1994.

  Samkvæmt sameiginlegu sjávarútvegsstefnu ESB (CFP) eru veiðisvæði sameiginleg með kvóta (TAC) fyrir tegundir og aðildarríki sem ákveðnir væru í Brussel í desember árlega. Ekki eru allir sáttir við núverandi skipan mála og stendur endurskoðun kerfisins nú yfir. Írskir sjómenn kvarta yfir að hafa misst mikil veiðiréttindi í aðildarviðræðum á áttunda áratugnum, vegna ofuráherslu stjórnvalda á landbúnað. Össur sagði þetta í fyrsta sinn sem ESB standi í samningaviðræðum við land þar sem fiskveiðar séu aðalsamningsmálið.
  Stækkunarstjóri ESB, Stefan Fuele, bjóst við hraðri yfirferð yfir samningskaflana, þar sem um þriðjungur kaflanna væri tengdur EES samningnum og annar þriðjungur væri tengdur samningnum að hluta til. Hann sagði að ESB gæti lært af sjálfbæru fiskveiðistjórnunarkerfi Íslendinga, en framkvæmdastjórnin hyggst leggja fram tillögur að breytingum á sameiginlegu sjávarútvegsstefnu ESB í júlí næstkomandi. Ennfremur munu samningsaðilar eiga eftir að leysa makríldeilu sína.
EUObserver
Nánar
ESB: Reform of the common fisheries policy

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Heildartala yfir síðuflettingar