miðvikudagur, 12. október 2011

Landbúnaðarstyrkir færast austar innan ESB

  Bændur í Evrópulöndum eins og Frakklandi gætu átt von á að styrkir til þeirra minnki um allt að 7%, þar sem fjármagni verður í auknu mæli beint til Mið- og Austur-Evrópuríkja. Þetta segir málefnastjóri landbúnaðarmála og dreifbýlisþróunar í ESB, Dacian Cioloş, í samtali við fréttavefinn EurActiv um endurbætur á hinni sameiginlegu landbúnaðarstefnu ESB fyrir árin 2014-2020. Búist er við óbreyttu hlutfalli fjár til landbúnaðarmála af fjárlögum ESB og heitir Cioloş nýjum aðildarríkjum því að fá "sanngjarnari" hlut af heildarfé því sem varið er til landbúnaðarmála.

  Fyrirhugaðar breytingar gætu komið sér vel fyrir lönd eins og Lettland, vegna bænda sem eru að jafnaði fátækari en þeir frönsku. Fyrir ný aðildarlönd eins og Ungverjaland og Slóveníu væri lítilla breytinga að vænta þar sem greiðslur til landanna væru hærri en 90% meðaltal landbúnaðarstyrkja í ESB.
  Cioloş sagði endanlega upphæð styrkja til bónda velta á ákvörðun einstakra ríkja um hvernig með úthlutun fjárins eigi að fara. Greiðslur muni fara stigminnkandi til stærstu býlanna, auk þess sem þak sé á greiðslum. Þannig verði snúið af braut ótakmarkaðra greiðslna til stórra býla. Þá verður komið í veg fyrir að "sófa-bændur" fái styrki, t.d. eigendur golfvalla.
  Samkvæmt nýjum tillögum er stefnt að umhverfisvænni landbúnaðarstefnu. Ein af umdeildari nýjungunum er tillaga um að skilyrða 30% styrkja við aðgerðir til umhverfisverndar, s.s. fjölbreyttri uppskeru, viðhald varanlegra úthaga og að lágmarkshlutfall lands (7%) sé tileinkað líffræðilegri fjölbreytni. Nokkur umræða var meðal aðildarlanda um 30% viðmiðið, en tillagan er millilending með tilliti til sjónarmiða sem fram komu. Hinir umhverfisvænu styrkir eru valkvæðir fyrir bændur að sækja um, en ekki skilyrði fyrir greiðslum, að sögn landbúnaðarmálastjóra ESB.
EurActiv

Tengt efni
Eldri frétt: Ungir bændur uggandi vegna endurbóta á CAP
Aðildarviðræður Íslands og ESB
Meginrök Bændasamtakanna gegn aðild að ESB
EU's Ciolos on CAP: 'Higher payments for those in less favorable regions'
Endurskoðun sameiginlegar landbúnaðarstefnu ESB stendur fyrir dyrum

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Heildartala yfir síðuflettingar