laugardagur, 15. október 2011

Gagnrýna landbúnaðarumbætur

  Nokkurrar óánægju gætir meðal þingmannahópa innan Evrópuþingsins og meðal hagsmunaaðila með nýjar landbúnaðarumbætur sem kynntar voru í vikunni. Bretland hefur lýst því yfir að ekki sé um róttækar umbætur að ræða og Frakkland segir umhverfisvæna hluta reglnanna of flókinn og endurspegli ekki efnahagslegan raunveruleika. Hagsmunahópur bænda, Copa-Cogeca, segir tillögurnar of bitlausar til þess að auka arð og framleiðni í matvælaframleiðslu. Þá hafa umhverfissamtök lýst yfir óánægju með umhverfisvænar aðgerðir tillagnanna, sem þau segja ganga of skammt. Samtök ungra bænda eru þó fremur ánægð með tillögurnar, auk bænda í dreifbýli sem fá hærri styrki.

  Skilgreiningaratriði þykja vatna út markmið tillagnanna. Til dæmis geta aðilar fengið styrki þótt 95% árlegra tekna þeirra stafi af öðru en landbúnaði, og þannig geti aðilar sem ekki eru bændur fengið styrki. Stór býli mega draga frá rekstrarkostnaði sínum launakostnað og kostnað tengdum almannatryggingakerfi, en með þessu er talið að reglurnar um lækkun styrkja til stórbýla missi marks.
  Umhverfisverndarsamtök gagnrýna að aðildarríki sem fá minna en 90% af ESB-meðaltali í beingreiðslum megi færa allt að 5% dreifbýlisstyrkjar síns úr 2. stoðinni yfir í 1. stoð til útdeilingar í beina styrki úr landspottinum. Þau segja að með þessarri öfugu tilfærslu úr 2. stoð í þá fyrstu, geti mörg nýrri aðildarlönd þannig fært til fé sem annars hefði verið eytt í umhverfismál og sett í tekjuhlið landbúnaðarmála.
  Umhverfisverndarsamtök eru ánægð með þær tillögur að hvetja til að 7% ræktunarlands verði lagt til hliðar við ræktun til að vernda líffræðilega fjölbreytni. Aðrir telja tímasetninguna ekki rétta þar sem matur og orka fari að verða af skornum skammti.
  Mikil almenn ánægja er með sérstakan stuðning við nýja bændur upp á allt að 2% heildarfjárhæðar aðildarlands.
EurActiv

Nánar
Vísir: Betra ESB fyrir íslenzka bændur? Ólafur Þ. Stephensen
Vísir: Landbúnaðarstefna ESB endurskoðuð
Evrópufréttir: Landbúnaðarstyrkir færast austar innan ESB
Evrópufréttir: Ungir bændur uggandi vegna endurbóta á CAP
Aðildarviðræður Íslands og ESB
Meginrök Bændasamtakanna gegn aðild að ESB
EU's Ciolos on CAP: 'Higher payments for those in less favorable regions'
Endurskoðun sameiginlegar landbúnaðarstefnu ESB stendur fyrir dyrum

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Heildartala yfir síðuflettingar