mánudagur, 10. október 2011

Pólsku kosningarnar: Sigur Tusks góður fyrir ESB

   Pólski forsætisráðherrann, Donald Tusk, fagnaði sigri í þingkosningum í gær þegar samsteypustjórn hans hélt meirihluta sínum. Tusk er fyrsti forsætisráðherrann til að sitja í tvö kjörtímabil frá falli kommúnismans árið 1989. Stjórnmálaskýrendur segja sigur Tusks vera góðan fyrir Evrópusambandið. Pólland fer nú með formennsku innan ESB og hefur Tusk rekið einarða stefnu gegn því sem hann kallar "nýja bylgju efasemda um evrópusamruna".
  Flokkur Tusks, Borgaralegur vettvangur, var sigurvegari kosninganna með um 40% atkvæða en flokkur Jaroslaw Kaczynski, Lög og réttur, fékk 30%. Franskur evrópuþingmaður telur sigurinn einkar mikilvægan í hinum erfiðu tímum í efnahagsmálum, þar sem kjósendur hafi verðlaunað ríkisstjórn Tusks fyrir góðan árangur. Hagvöxtur hefur verið síðustu 4 ár í landinu, sem hefur meðal annars orsakast vegna innstreymis tekna úr sjóðum ESB og virkum neytendum á risastórum innanlandsmarkaði.

  Hin mið-hægrisinnaði flokkurTusks stóð fyrir varfærnum endurbótum í skulda- og ríkisfjármálum, áframhaldandi einkavæðingu og því að vinna að nánari tengslum við aðildarlönd ESB. Aðalandstæðingur Tusks, Jaroslaw Kaczynski, vildi stöðva einkavæðingu, hærri skatta á hátekjufólk og meira aðhald í málefnum kröfuhafa innan ESB.
  Gjaldmiðill Pólverja og hlutabréf hækkuðu í verði við þessi tíðindi, sem þóttu til marks um áframhaldandi pólitískan og efnahagslegan stöðugleika í landinu.
EurActiv: Polish election 'good news' for EU Presidency
Guardian: Poland re-elects PM Donald Tusk - Civic Platform beats Kaczynski's Law and Justice party but low turnout casts cloud over result

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Heildartala yfir síðuflettingar