miðvikudagur, 12. október 2011

Reding: Ný kaupalög svar við kreppunni

  Ný kaupalög er fjalla um sölu vöru og þjónustu á milli landa, verða kynnt í dag af dómsmálastjóra ESB, Viviane Reding, sem segir reglurnar framfaraskref við lausn efnahagsvanda Evrópusambandsins. Hún segir reglurnar örva viðskipti, auka hagvöxt og atvinnu. Ýmis samtök atvinnurekenda berjast gegn tillögunum, sem þau segja að verði smáfyrirtækjum fjötur um fót.
  Markmið reglnanna er að örva sölu vöru og þjónustu á milli landamæra með því að skýra innheimtureglur sem gilda í milliríkjaviðskiptum. Fyrirtæki geti lágmarkað lögfræðikostnað við að setja sig inn í 27 mismunandi lagaramma með því að velja þann 28. sem ESB setur.

  Ýmis samtök atvinnurekenda hafa mótmælt reglunum, þar sem þau flæki innra markaðinn og auki kostnað í viðskiptum þegar fyrirtæki laga sig að reglunum. Ýmis samtök neytenda segja neytandann hafa minni vernd samkvæmt reglunum, þar sem fyritæki geti valið á milli tveggja lagaramma og muni þau því líklega velja þau lög sem henta hagsmunum þeirra betur.
EurActiv

Nánar
European Commission: Optional sales law
Evrópufréttir: ESB reglur auðvelda innheimtu milli landa

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Heildartala yfir síðuflettingar