fimmtudagur, 13. október 2011

Vegvísir ESB út úr kreppunni

  Forseti framkvæmdastjórnar ESB, Jose Manuel Barroso, hefur kynnt áætlun í fimm liðum til lausnar á efnahagsvanda Evrópusambandsins.
  Barroso sagði á Evrópuþinginu að nauðsynlegt væri að leysa skuldavanda einstakra ríkja með samræmdri áætlun og styrkja bankana, þar sem tengsl væri á milli þessarra þátta. Hann kallaði eftir stuðningi leiðtoga við þessa björgunaráætlun, sem tekin verður fyrir til afgreiðslu á leiðtogafundi í Brussel þann 23. október n.k.

  Í fyrsta lagi þurfi að grípa til afgerandi aðgerða í Grikklandi. Eyða þurfi efasemdum um sjálfbærni efnahagslífs þeirra með greiðslum úr björgunarsjóði, sem fjármögnuð sé af aðilum bæði úr ríkis- og einkageira. Verkefnateymi framkvæmdastjórnar heldur áfram stuðningsvinnu sinni í málinu.
  Í öðru lagi þurfi að ljúka íhlutunum á evrusvæðinu. Hrinda þurfi í framkvæmd ákvörðunum leiðtogafundar frá 21. júlí s.l., hámarka skilvirkni evrópska björgunarsjóðsins (EFSF), hraða aðgerðum um efnahagsstöðugleika til miðbiks ársins 2012 og tryggja nægilegt fjármagn frá Evrópska seðlabankanum.
  Í þriðja lagi þurfi að styrkja evrópska banka. Endurfjármögnun þeirra verði byggð á endurmati eftirlitsaðila þar sem bankar nýti fyrst fjármagn úr einkageira, en ríkisstjórnir veiti stuðning ef þörf krefur. Sé ríkisstuðningur ófáanlegur yrði hægt að fá lán hjá björgunarsjóðnum. Eftirlitsaðilar skuli koma í veg fyrir úthlutun arðs og bónusa í þessum tilfellum.
  Í fjórða lagi þurfi að hraða aðgerðum samkvæmt vaxtarsamningnum. Áhersla verði lögð á þjónustu, orku og fríverslunarsamninga. Hröð innleiðing verði á hagvaxtartillögum byggðum á skattaíhlutunum og fjárfestingum.
  Í fimmta lagi þurfi að byggja upp trausta og samþætta efnahagsstjórn til framtíðar. Endurbætur byggi á hinum sex lagabálkum um efnahagsumbætur sem samþykktar voru fyrir skömmu og eftirlitsferlinu Evrópsku hálfsárs skoðuninni (European Semester), sem sameini Evrópska stöðugleika ferlið og Vaxtarsamninginn í fullkomnlega samþætt stjórnsýslukerfi sem auki skilvirkni og samfellu. Framkvæmdastjórnin og leiðtogaráðið fengju auknar heimildir til afskipta af undirbúningi fjárlaga aðildarlandanna og framkvæmd þeirra.
  Með þessarri áætlun hyggst framkvæmdastjórnin ná tökum á kreppu, sem hefur leitt til stórútgjalda vegna björgunaraðgerða þriggja aðildarríkja og gæti leitt til annarrar efnahagskreppu á heimsvísu.
The Telegraph

Nánar
Evrópuvaktin: Framkvæmda­stjórn ESB býr í haginn fyrir björgun banka með skattfé almennings
EurActiv: Parliament to adopt 'six pack' EU budget rules
EurActiv: The European Semester: What does it mean?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Heildartala yfir síðuflettingar