fimmtudagur, 20. október 2011

Ný samgönguáætlun - Tengjum Evrópu

  Forseti framkvæmdastjórnar ESB, José Manuel Barroso, kynnti í gær tillögu um að safna 50 milljörðum evra vegna verkefna á sviði samgangna, orku og fjarskipta  í Evrópu, með svokölluðum "verkefna skuldabréfum" (project bonds). Áætlunin nefnist Tengjum Evrópu og mun vera á fjárhagsáætlun ESB 2014-2020. Barroso segir áætlunina skapa hagvöxt og störf þegar til framtíðar er litið. Hann sagði mikilvægt að ESB leggi sitt af mörkum við að byggja upp vegi, járnbrautateina, leiðslur og strengi sem séu mikilvæg íbúum og fyrirtækjum í Evrópu.

  Áætlunin hefur enn ekki verið samþykkt af aðildarríkjunum eða Evrópuþinginu. Gert er ráð fyrir að um 32 milljarðar fari í endurnýjun samgöngumannvirkja, um 9 milljarðar í orku og loftlagsverkefni "Evrópu 2020", framtíðarsýnar ESB, og um 9 milljarðar evra í fjárfestingu í hraðari breiðbandstengingum og stafrænni þjónustu. Undirbúnings áætlun verður nú þegar ýtt úr vör fyrir 230 milljónir evra af fjárlögum ársins til að safna 4,5 milljörðum evra frá einkageiranum.
  "Verkefna skuldabréf" mun verða ný tegund verðbréfa á fjármagnsmarkaði. Olli Rehn, efnahagsmálastjóri, útskýrði hugtakið "verkefna skuldabréf" á eftirfarandi hátt: "Ímyndaðu þér innviði verkefnis með tekjumöguleikum, til dæmis í formi vegatolls. Það er oft erfitt fyrir verktakafyrirtæki að afla nægilegrar fjármögnunar vegna áhættu þar sem um langtímaáætlanir er að ræða. Með ákveðnu framlagi af fjárlögum sambandsins, sem er ákveðið fyrirfram, getum við aðstoðað einkafyrirtæki við að afla fjárfestinga hjá þriðja aðila á fjármagnsmarkaði." Rehn segir þó þessi skuldabréf ekki henta öllum verkefnum. Evrópski fjárfestingabankinn verður í samstarfi við Evrópusambandið í þessum verkefni og deilir áhættu af því. Rehn hvatti Leiðtogaráðið og þingið til að gera "verkefna skuldabréf" að forgangsmáli og samþykkja undirbúnings áfanga þess eins fljótt og hægt væri.
EurActiv

Næstu skref
2012: Undirbúningsáfangi vegna "verkefna skuldabréfa" sem fjármagnaður verður á fjárhagsáætlun 2007-2013 fyrir 230 milljónir evra.
Í lok 2012: Tillögur vegna "verkefna skuldabréfa" verði samþykktar af Evrópuþinginu og ráðherraráðinu.
2014: Áætluð gildistaka Tengjum Evrópu

Euractive: Barroso promises to go ahead with EU project bonds

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Heildartala yfir síðuflettingar