miðvikudagur, 28. september 2011

Fyrirkomulag þingstarfa kostnaðarsamt

  Evrópuþingmenn áætla að eyða um 5 milljörðum ISK í stærri skrifstofur vegna setu á Evrópuþinginu, en skrifstofurnar verða að meðaltali notaðar einu sinni í viku. Frá þessu greinir breska dagblaðið The Telegraph.
  Forsaga málsins er sú, að EÞM samþykktu að fækka þingfundum í Strassborg, en sú samþykkt hefur hrundið af stað málsókn af hendi Frakka.
Umræddur kostnaður við þingmannaskrifstofur er tilkominn vegna undirbúnings árlegs fjögurra daga þingmannafundar, sem haldinn verður í Frakklandi. Tillögur á viðræðustigi liggja fyrir hjá stjórn þingsins um að kaupa og endurbæta byggingu í eigu Leiðtogaráðsins fyrir um 2,5 milljarða ISK. Innréttingar og tækjabúnaður fyrir um 2,3 milljarða ISK bætast svo við þann kostnað.
  Edward McMillan-Scott, þingmaður og varaforseti þingsins, telur að stöðva eigi framkvæmdirnar þar til farið hefur verið í saumana á kostnaði við að halda uppi þingfundum á tveimur stöðum, sérstaklega í ljósi efnahagsþrenginga.
  Þannig ferðast 736 EÞM og 3.000 starfsmenn frá Brussel (þar sem nefndarstörf fara fram og einstaka þingfundir) til franska héraðsins Alsace, samkvæmt Evrópusáttmálanum. Einu sinni í mánuði keyra því 25 flutningabílar frá Brussel og til Strassborgar, með 4.000 kassa af skjölum fyrir EÞM, embættismenn og túlka - og svo aftur til baka viku síðar. Á ársgrundvelli kosta flutningar þessir um 28 milljarða ISK, en þar af greiða Bretar um 5 milljarða ISK. Núverandi starfsstöðvar þingsins í Strassborg standa auðar í meira en 9 mánuði á ári.
  Frakkland hefur lýst sig andsnúið tilfærslu þingsins frá Strassborg, þar sem staðsetningin endurspegli fransk-þýska sætti eftir seinni heimsstyrjöld.
The Telegraph

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Heildartala yfir síðuflettingar