þriðjudagur, 13. september 2011

Mega fljúga eftir sextugt

  Flugmönnum í Evrópu er heimilt að halda áfram að fljúga eftir 60 ára aldur, samkvæmt úrskurði Evrópudómstólsins. Dómurinn sagði stjórnvöldum aðildarríkja heimilt að setja ákveðnar takmarkanir gagnvart flugmönnum á þeim aldri, en þeim væri óheimilt að banna mönnum að fljúga sakir hás aldurs. Slíkt væri ólögmæt mismunun á grundvelli aldurs og gengi lengra en naugsynlegt væri til að tryggja öryggi í flugi.

  Þrír flugstjórar hjá þýska flugfélaginu Lufthansa ákváðu að fara í mál í kjölfar uppsagna sinna á grundvelli 60 ára reglunnar, sem á rætur að rekja til kjarasamninga við flugfélagið. Vinnumarkaðsdómstóll Þýskalands bað Evrópudómstólinn í kjölfarið um úrskurð á hvort hið lögfræðilega álitaefni samræmdist Evrópurétti. Þrátt fyrir að úrskurður Evrópudómstólsins sé sú að mismunum fælist í aldurstakmörkuninni, kom fram að Evrópuréttur gefi stjórnvöldum svigrúm til að lögleiða ráðstafanir til að tryggja öryggi almennings. Dómurinn sagði alþjóðlega og þýska löggjöf kveða á um að flugmenn á aldrinum 60-64 ára geti aðeins haldið áfram að fljúga með flugfélagi séu þeir hluti af áhöfn og ef aðrir flugmenn í fluginu eru undir 60 ára aldri.
Telegraph

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Heildartala yfir síðuflettingar