þriðjudagur, 6. september 2011

Evrópubúar geta ekki kosið í Sviss

  Kjósendur í svissnesku kantónunni Vaud höfnuðu um helgina tillögu sem hefðu gert erlendum íbúum að kjósa í sveitarstjórnarkosningum. Tillagan átti að heimila þeim erlendu ríkisborgurum að kjósa sem hefðu búið í Sviss í meira en 10 ár, þar af 3 ár í kantónunni Vaud. Hefði tillagan verið samþykkt hefði Vaud orðið fyrsta kantónan þar í landi til að veita erlendum ríkisborgurum kosningarétt á sveitarstjórnarstigi. Tveir þriðjuhlutar íbúa Vaud voru ekki tilbúnir til að aðskilja stjórnmálaleg réttindi í kantónunni og svissneskt ríkisfang.

  Af erlendum íbúum í Vaud er meirihlutinn, eða 7 af hverjum 10 frá ESB löndunum, aðallega Portúgal, Frakklandi og Spáni. Um 12% eru frá öðrum Evrópulöndum, aðallega Serbíu, Svartfjallalandi og Bosníu. Þessi samsetning gefur góða mynd af íbúum í Sviss með erlent ríkisfang.
EurActiv

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Heildartala yfir síðuflettingar