þriðjudagur, 5. júlí 2011

Stjórnlagadómstóll Þýskalands metur lögmæti björgunaraðstoðar til Grikkja

  Stjórnlagadómstóll Þýskalands hefur tekið fyrir þrjú mál þar sem dregið er í efa lögmæti þátttöku Þjóðverja í fjármálaaðstoð í tengslum við neyðarlán til Grikklands á síðasta ári, sem samþykkt var af þýska þinginu. Niðurstöðu er að vænta innan nokkurra vikna um hvort þátttaka þýskra stjórnvalda í aðgerðinni hafi brotið í bága við stjórnarskrá landsins. Stutt er síðan leiðtogar ESB samþykktu nýjar fjárhagslegar björgunaraðgerðir til Grikklands.

  Um 50 mál er varða björgunaraðgerðirnar hafa borist dómstólnum og hefur öllum nema 15 málum verið vísað frá. Helstu rökin sem fram hafa verið færð lúta að því að aðstoðin brjóti í bága við evrópureglur og meginreglur myntbandalagsins um að ekki megi taka á sig fjárhagsskuldbindingar annars ríkis. Hið lagalega úrlausnarefni dómstólsins er að skera úr um hvort ESB hafi verið heimilt að nota lagagrein sem leyfir aðstoð við annað ESB aðildarríki við sérstakar aðstæður í tengslum við fjármálaerfiðleika Grikklands.
  Þýskaland greiddi meirihluta björgunaraðstoðar ESB og Alþjóðagjaldeyrisstjóðsins á síðasta ári og er vaxandi andstaða meðal almennings þar í landi við að veita fjármunum í að bjarga efnahag annarra landa á evrusvæðinu.
EUObserver
Evrópuvaktin: Þýski stjórnlagadómstóllinn fjallar um neyðarlánið til Grikkja
Guardian: Greek bailout challenged in Germany's constitutional court

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Heildartala yfir síðuflettingar