fimmtudagur, 28. júlí 2011

Kreppan lækkar mengunarstig í Evrópu

  Loftmengun minnkaði verulega í Evrópu á árinu 2009, þar sem minnkandi eftirspurn eftir orku minnkaði losun eiturefna frá opinberum virkjunum í löndum eins og Búlgaríu, Póllandi, Rúmeníu og á Spáni. Í skýrslunni frá Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) er varað við því það þrátt fyrir framfarir á árinu 2009 varðandi loftmengandi efni, geti gæði lofts í Evrópu þó verið mjög léleg, einkum í borgum.
  Í niðurstöðum nýrrar rannsóknar kemur fram að losun oxíð brennisteins (SOx) hafi minnkað mest eða um 21 % milli áranna 2008 og 2009. Losun mengunarefna frá rafmagni, eins og köfnunarefnisoxíða (NOx) og svifryks (PM), minnkaði einnig um 10%. Mikill styrkur köfnunarefnisoxíða getur valdið bólgu í öndunarvegi og dregið úr lungnastarfsemi. Svifryk hefur einnig skaðleg áhrif á öndunarfæri. Í skýrslunni er staðfest að um langvarandi þróun sé að ræða í átt að minnkandi loftmengun. Þannig hafi oxíð brennisteinn minnkað um 80% frá árinu 1990, losun kolmónoxíðs hafi minnkað um 62% og kögnunarefnisoxíð um 44%.
  Vegakerfi bera ábyrgð á miklum hluta eitraðs útblásturs, en tækninýjungar og strangari reglur fyrir vöruflutningabíla hafa þó leitt til lægri loftmengunar. Athygli vekur að eitrað loftstreymi vegna flugreksturs hefur aukist um 79% frá 1990, þótt lítillega dragi úr því árið 2009.
EurActiv

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Heildartala yfir síðuflettingar