sunnudagur, 3. júlí 2011

Pólland vill efla tiltrú á ESB

  Fjármálakreppan og innflytjendamál eru að mati Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, stóru álitamálin innan Evrópusambandsins í dag. Pólland tók formlega við formennsku ESB þann 1. júlí. Af því tilefni sagði Tusk að sambandið væri að ganga í gengum erfiðasta og flóknasta kafla í sögu sambandsins. Hann sagði ýmsa stjórnmálamenn, sem væru yfirlýstir stuðningsmenn sambandsins, vinna fremur að verndun hagsmuna eigin heimalands og veikja með því sambandið. Hann nefndi ekki nöfn, en benti á Frakkland og Ítalíu og aukið landamæraeftirlit innan Schengen. Hann benti einnig á að samstaða vegna fjárhagslegra málefna væri ekki nægilega góð og nefndi hann andstöðu Þjóðverja við björgunaraðgerðir til handa Grikkjum í þvi sambandi. Hann taldi ekki rétta leið að ýta þjóðum úr evrusamstarfinu vegna fjárhagserfiðleika. Þvert á móti taldi hann að efla þyrfti samþættingu innan Evrópu í þessum efnum. Auka þyrfti tiltrú í garð stofnana sambandsins.EUObserver
EUObserver: A short guide to the Polish presidency
Huffinton Post: Poland E.U. Presidency To Promote 'More United' Europe
Vefsíða Formennsku Póllands innan ESB

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Heildartala yfir síðuflettingar